Bandaríkjamenn færa út kvíarnar í misþyrmingum
26. maí 2004 | 0 aths.
Ég bara stóðst ekki mátið að afrita úr frétt mbl.is áður en þeir leiðrétta hana. Eftirfarandi er tekið úr frétt um viðhorf Paul McCartney til ástands mála í Írak:
Þá segir hann að hræðilegar ljósmyndir, sem sýni bandaríska hermenn pynta írska fanga, hafi gert ástandið enn verra, að því er fram kemur í samtali McCartney við tímaritið Elmundo.
(Feitletrunin er mín)
Hvað hafa veslings Írarnir til saka unnið? Sáu bandarísku hermennirnir kannski framlag þeirra til Eurovision?
Aftur er beðist velvirðingar á dagbókarfærslu um Írak. Dagbókarritari lýtur nú höfði í skömm en í ljósi reynslunnar gefur hann engin loforð um betrun.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry