Úrslitaleikur í svalameistaradeildinni

Það er hefð fyrir því á íslenskum heimilum að þegar úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu ber að garði hittumst við frændur, slátrum stæðu af flatbökum og þykjumst vera að fylgjast með leiknum.

Í ár var þessi uppákoma haldin heima hjá mér og venju samkvæmt lentum við í bölvuðu brasi með að tengja afruglarann, en það reddaðist á síðustu stundu. Líkt og venjulega var töluvert spjallað á kostnað einbeitingar gagnvart leiknum (þó var enginn bjór í spilinu þetta árið, enda vinnudagur daginn eftir). Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri:

Úrslitaleikur á svölunum

Úrslitaleikur á svölunum

Úrslitaleikur á svölunum

Úrslitaleikur á svölunum

Úrslitaleikur á svölunum

Úrslitaleikur á svölunum

Úrslitaleikur á svölunum

Það er munur að eiga góðar svalir!


< Fyrri færsla:
Bandaríkjamenn færa út kvíarnar í misþyrmingum
Næsta færsla: >
Brotið blað
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry