Myndatextakeppni lokið

Nú hefur verið lokað fyrir straum tillagna að myndatexta fyrir myndina af þeim feðginum. Hér eru tillögurnar birtar í þeirri röð sem þær bárust.

Elli og Vilborg

  1. Þú ert uppáhalds pabbi minn og ég er AAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHHH við þig.
  2. Segðu mjá!
  3. Má ég sjá, eru þetta grá hár pabbi?
  4. Er pabbi er með eins hár og afi Stebbi?
  5. Ósanngjarnt að ég þurfi að fara í bað á meðan að það er svona inni í eyrunum á ÞÉR!
  6. Vaknaðu!

Og sigurvegarinn er...

Ósanngjarnt að ég þurfi að fara í bað á meðan að það er svona inni í eyrunum á ÞÉR!

Í ljós kom að dómnefnd reyndist helst hafa smekk fyrir eyrnamergsbröndurum og sigurvegari er því Sigmar Stefánsson og hlýtur hann að launum tækifæri til að passa Vilborgu þegar líður á sumarið.

Nú verður uppgefnu netfangi skotið í skjól áður en ruslpóstberserkir taka að herja á það. Þökk þeim sem hlýddu.


< Fyrri færsla:
Vinur minn Google!
Næsta færsla: >
Á leið út af þjónustusvæðinu
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry