Vel heppnað grill
02. júlí 2004 | 0 aths.
Þorfinnur, Jón Heiðar, Már og Garpur komu í grillveislu í gær. Ég held að grillunin og boðið í heild hafi bara heppnast vel, a.m.k. var ég sáttur.
02. júlí 2004 | 0 aths.
Þorfinnur, Jón Heiðar, Már og Garpur komu í grillveislu í gær. Ég held að grillunin og boðið í heild hafi bara heppnast vel, a.m.k. var ég sáttur.
02. júlí 2004 | 0 aths.
Ég er ekki einn af þeim sem tékka daglega á stöðu bankareikninganna sinna, en álpaðist þó inn í netbankann minn núna í hádeginu. Komst þar að því að tékkareikningurinn var í bullandi mínus og ég átti 346 krónur eftir af yfirdráttarheimildinni minni. Það munaði því aðeins hársbreidd að ég stæði einhversstaðar álkulegur í verslun um helgina með synjun á kortið og reyndi að sannfæra saklausan afgreiðslumann um að víst ætti ég pening.
03. júlí 2004 | 0 aths.
Í gær settist ég inn í nokkuð merkilegan bíl, en inn í hann er nýlega búið að mixa með mjög snyrtilegum hætti 20GB iPod glymskratta. Græjan sjálf er geymd í dockingstöð í hólfi milli framsætanna og er algerlega stjórnað úr stýrinu (flett milli laga og þess háttar) í gegnum innbyggða útvarpið. Ég fékk m.a. að sjá myndasyrpu af innsetningunni þar sem meira eða minna allar hlífar og hólf frá sætum að útvarpi var rifið út til að koma tengingum fyrir og svo öllu púslað saman aftur.
03. júlí 2004 | 0 aths.
Í morgunsturtunni (um tvöleytið) ákvað ég að koma mér í form til þess að taka þátt í 10km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu þriðja árið í röð. Samhliða þeirri ákvörðun horfðist ég í augu við það að ég myndi örugglega ekki nenna að byrja í átakinu í dag. Það varð líka raunin.
05. júlí 2004 | 0 aths.
Þéttir og kröftugir strákar. Þeir gætu átt eftir að ná langt í bransanum.
05. júlí 2004 | 0 aths.
Fyrsti 5 km hringur sumarsins er að baki. Óopinber tímamæling hljóðar upp á 29 mínútur, sem er mjög gott - sérstaklega í ljósi þess að lagt var upp með seiglu frekar en hraða að leiðarljósi. Skrokkurinn tók þessu vel, þótt lærin hafi örlítið verið farin að kvarta yfir súrefnisskorti síðasta kílómetrann. Niðurstaða: Grunnform er gott og með góðri ástundun er raunhæft að stefna á 10 km á innan við 55 mín eftir 5 vikur.
05. júlí 2004 | 0 aths.
Gærdagurinn hófst á tæmingu geymslu sem Hugleikur hefur haft undanfarin ár á Háaleitisbrautinni. Þvílíkt magn af alls kyns dóti og drasli. Ég notaði tækifærið og greip forláta leðurskjalatösku úr "henda" haugnum, með það í huga að nota hana sem skólatösku næsta vetur. Rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að hún gleypir 4 möppur (bréfabindi) án þess að blása úr nös - eftir yfirhalningu með skóáburði og smurolíu verður þetta eflaust gæðagripur.
06. júlí 2004 | 0 aths.
Ég var að koma frá því að sjá Metallica myndina "Some Kind of Monster" (maður verður að taka allann pakkann á þetta). Mér sýnist ljóst að í kategoríunni "heimildarmynd um þrjá miðaldra menn sem fara í sameiginlega sálfræðimeðferð og semja tónlist" mun þessi mynd taka óskarinn við næstu afhendingu!
07. júlí 2004 | 0 aths.
Hér er önnur atlaga að skráningu þess markverðasta sem gerðist meðan á dvöl minni í leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga stóð. Þegar ég les yfir fyrstu færsluna blöskrar mér hvað hún er óskipulega framsett, en ég var víst búinn að vara lesendur við því að svo gæti farið. Þessi annar kapítuli verður eflaust litlu skárri, en nú ætla ég að reyna að fara hratt yfir sögu helstu menningartengdra kvöldviðburða, ég tek enga ábyrgð á að þeir verði taldir upp í réttri tímaröð - dagarnir renna örlítið saman í minningunni.
08. júlí 2004 | 0 aths.
Placebo í Höllinni í gær. Skemmtilegir tónleikar og það kom mér eiginlega á óvart hvað ég þekkti þó mörg lög miðað við að ég á engar plötur með þeim. Salurinn var reyndar frekar þungur en það náðist upp fín stemmning á köflum og þeir lyfleysingjar voru heilt yfir hörkugóðir.
09. júlí 2004 | 0 aths.
Í gær fékk ég fyrsta spammið á netfangið thorarinn hjá thorarinn.com (a.m.k. svo ég muni til). Ég hef passað mig á því að láta það netfang hvergi birtast hér á vefnum á smellanlegu formi, og að frátöldum einstaka pósti sem greinilega hefur komið frá einhverjum með vírussmit hefur mér tekist að halda þessu netfangi "hreinu".
12. júlí 2004 | 0 aths.
Um helgina var ég uppi í Borgarfirði, nánar tiltekið í skála Læknafélagsins við Hreðavatn. Pabbi og mamma eru með hann á leigu út vikuna og við systkinin vorum þar öll um skemmri eða lengri tíma um helgina.
13. júlí 2004 | 0 aths.
Þurfti viljastyrk til að koma sér af stað. Rólegt en jafnt tempó, frekar hvasst úti. Þrek ágætt en kálfarnir aðeins farnir að kvarta í mótvindinum í lokin.
14. júlí 2004 | 0 aths.
Ómissandi hluti af skipulagningunni áður en maður flytur til útlanda er auðvitað kveðjupartíið/in. Hið árlega frændsystkinagrill verður að kvöldi Reykjavíkurmaraþondags (við upphaf menningarnætur) og mjög leynilegar og lítt mótaðar hugmyndir eru uppi um partí helgina þar á undan. Ég er hins vegar að spá í að halda smá partí um verslunarmannahelgina, en veit ekki hvort nokkur verður í bænum.
15. júlí 2004 | 0 aths.
Fyrsti morgun í sumarfríi er að baki. Í gær fékk ég þá flugu í höfuðið að byrja daginn á því að dusta rykið af golfbareflunum og lemja eins og tvær fötur af golfknöttum út í buskann á Seltjarnarnesinu.
16. júlí 2004 | 0 aths.
Annar dagur í sumarfríi hófst á 5 km hlaupi. Eftir rólega upphitun tóku við nokkrir kílómetrar á léttu og rösklegu tempói. Það entist þó ekki nema hálfa leið og þá datt ég niður í það að labba í nokkrar mínútur (skamm). Eftir labbið þjösnaðist ég heim á rólegu brokki og lauk með næstum þolanlegum endaspretti.
16. júlí 2004 | 0 aths.
Fugl dagsins er hvorki fugl né fiskur, heldur mynd.
19. júlí 2004 | 0 aths.
Hljóp í dag hring í Selskógi (eða Egilsstaðaskógi eins og hann hét í mínu ungdæmi). Með leiðinni í skóginn er þetta á að giska 4,5 km. Það er töluvert meiri þrívídd í þessari hlaupaleið með beygjum og brekkum (bæði upp og niður) heldur en malbikshringnum mínum í Vesturbænum. Bæjarstarfsmenn hafa reyndar af skömmum sínum aukið þrívíddina helst til mikið með því að bera stórgrýti í stíginn svo maður má hafa sig allan við að klöngrast milli hnullunganna án þess að brjóta bein og limi.
19. júlí 2004 | 0 aths.
Þar sem ég er kominn í eilitla skuld í þessum dagbókarfærslum mínum ætla ég að fara á hundavaði yfir atburði liðinna daga, sitjandi á ættaróðalinu austur á Héraði. (Þetta tiltekna ættaróðal hefur reyndar ekki verið í eigu fjölskyldunnar nema í rúmt ár - en það er aukaatriði).
21. júlí 2004 | 0 aths.
Hljóp sem sé hring í dag. Léttskýjað, 20 stig og hæg gola. Prýðilegt.
23. júlí 2004 | 0 aths.
Nú er svo komið að ég má ekki mæta í partí öðruvísi en ég sé spurður að því hvenær ég ætli að klára frásögninga frá Húsabakka. (Reyndar hef ég kannski ekki mætt í sérlega mörg partí upp á síðkastið - en það er aukaatriði). Verður nú látið undan áeggjan þeirri og myndast við að skrásetja þriðja hluta endurminninganna. Tekur nú fléttan að þykkna með leikrænum tilþrifum og blóðsúthellingum.
26. júlí 2004 | 0 aths.
Ég er búinn að sjá Stútungasögu í Heiðmörk. Bráðskemmtilegt og ég mæli með ferð upp í mörkina. Lífleg sýning og vel leikin í stórkarlalegum leikstíl. Það hefur kosti og galla að sýna utanhúss, stundum var erfitt að fylgjast með hvað væri að gerast, þar sem raddir leikaranna bárust misvel. Yngri áhorfendur voru teknir að ókyrrast þegar leið á, enda efast ég um að nokkur undir 10 ára aldri skilji það sem fram fer. Gaman að vera loks búinn að sjá þetta lykilverk í Hugleikskri leikritun.
27. júlí 2004 | 0 aths.
Fyrsta hlaupið í viku. Tók það bara rólega enda ætlunin að hressa sig við fyrir daginn, ekki keyra sig út. Er aðeins farinn að tvístíga í því hvort ég eigi að leggja í Reykjavíkurmaraþonið. Fer kannski bara upp á stemninguna og tek það rólega, hver veit...
27. júlí 2004 | 0 aths.
Mér sýnist ljóst að ég fæ ekki inni á þessum kollegíum sem ég sótti um á í þessari umferð - þess í stað get ég skráð mig á akút-lista og á þá von um að fá eitt "take it or leave it" tilboð um herbergi/íbúð hvar sem er á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Það bendir því allt til þess að ég muni kynnast almenningssamgöngum baunanna af eigin raun.
28. júlí 2004 | 0 aths.
Þá er ég loks búinn að setja á vefinn myndir frá grillveislunni sem haldin var 17. júlí í Elliðaárdalnum, þar sem nemendum úr leiklistarskólanum var stefnt saman til áts og annarrar skemmtunar.
28. júlí 2004 | 0 aths.
Hér kemur ítarlegri lýsing á kostum og kynjum íbúðarinnar minnar sem ég er að leita að leigjanda að. Stutta útgáfan: 3ja herbergja á besta stað í Vesturbænum laus frá lokum ágúst.
29. júlí 2004 | 0 aths.
Mér sýnist ljóst að vegna afboðana lykilgesta og yfirvofandi dræmrar mætingar sleppi ég því að halda partí um helgina (ég er þó til umræðu um að hitta mann og annan um helgina ef einhver sé í stuði).
30. júlí 2004 | 0 aths.
Fyrir þremur árum keypti ég mér fyrstu "nýju" PC vélina mína (forverar hennar höfðu ýmist verið keyptir notaðir eða púslað saman úr nýju og gömlu). Hún var keypt sem toppgræja gegnum störf mín hjá EJS samsteypunni og ég man hvað það gladdi mitt litla hjarta þegar strákurinn sem afhenti mér vélina sagði eftir að hafa litið á nótuna "þetta er ekki vél, þetta er villidýr!"