MetalliBíó

Ég var að koma frá því að sjá Metallica myndina "Some Kind of Monster" (maður verður að taka allann pakkann á þetta). Mér sýnist ljóst að í kategoríunni "heimildarmynd um þrjá miðaldra menn sem fara í sameiginlega sálfræðimeðferð og semja tónlist" mun þessi mynd taka óskarinn við næstu afhendingu!

Þótt lýsingin á kategoríunni hljómi kannski ekki spennandi þá er þetta alveg hörkugóð mynd. Hún er skemmtileg og fræðandi og ekki spillir fyrir að myndinni lýkur þegar þeir byrja á tónleikaferðinni og maður fær nett flassbakk. Vel þess virði að sjá hana þessa.

Svo er ég búinn að leggja 10$ inn á sérstakan sparnaðarreikning til að kaupa tónleikana í Egilshöll þegar þeir bjóðast :)


< Fyrri færsla:
Huggeymsluleikur og tónleikaupprifjun
Næsta færsla: >
Húsabakkaminningar - annar þáttur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry