Ekki partý um verslunarmannahelgina

Mér sýnist ljóst að vegna afboðana lykilgesta og yfirvofandi dræmrar mætingar sleppi ég því að halda partí um helgina (ég er þó til umræðu um að hitta mann og annan um helgina ef einhver sé í stuði).

Í staðinn ætla ég að halda kveðjupartí 7. ágúst næstkomandi. Takið daginn frá og sendið mér endilega tilkynningu um mætingu á party04@thorarinn.com.

Síðan eru uppi hugmyndir um leikfélagsgill helgina þar á eftir (skýrist þegar nær dregur), svo er frændsystkinageim helgina sem ég fer út.

Og þá verð ég farinn út...


< Fyrri færsla:
Íbúð til leigu
Næsta færsla: >
Nýtt leikfang
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry