Babb í bátinn

Síðdegis í dag fékk ég tölvupóst þess efnis að ég uppfylli ekki skilyrðin fyrir því að komast á akútlista miðlæga úthlutunarbatterísins af því að ég sé á leið í framhaldsnám en akútlistinn sé ætlaður þeim sem eru að hefja grunnnám. Það er því ljóst að ég fæ ekkert húsnæði eftir þeirri leið fyrr en í fyrsta lagi undir lok ársins.

Ekki þýðir að örvænta og ég er búinn að skrá mig inn á danskan húsnæðismiðlunarvef í leit að herbergi eða lítilli íbúð. Ef einhver minna fjölmörgu lesenda veit um laust húsnæði í Köben, helst miðsvæðis, eru allar ábendingar vel þegnar.

Þessi vefur minn fer smám saman að breytast úr dagbókarvef í auglýsingasafn, kannski spurning um að græja eitthvað blikkandi fyrir hægri dálkin...


< Fyrri færsla:
Vefkerfi kúkar á sig
Næsta færsla: >
Holulaust grill
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry