5 km: 28:30 mín

Ég ákvað að láta svefntruflanir undanfarinna daga ýta mér aftur út í hlaupaskapinn, held ég hafi gott af smá líkamlegri áreynslu. Ég er ekki sannfærður hvort ég held því til streitu að hlaupa 10 kílómetrana í Reykjavíkurmaraþoninu, en þessi 5 km hringur minn í dag gekk a.m.k. ágætlega.

Ég hefði gott af því að taka rúman klukkutíma annan hvern dag í svona hringi (með teygingum og sturtu), veit samt ekki hvort það er raunhæft.

Fögur fyrirheit eru til alls fyrst...


< Fyrri færsla:
Helgin sem hvarf
Næsta færsla: >
Kössun á sólardegi, handan myrkvunartjalda
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry