5 km: 28:30 mín
09. ágúst 2004 | 0 aths.
Ég ákvað að láta svefntruflanir undanfarinna daga ýta mér aftur út í hlaupaskapinn, held ég hafi gott af smá líkamlegri áreynslu. Ég er ekki sannfærður hvort ég held því til streitu að hlaupa 10 kílómetrana í Reykjavíkurmaraþoninu, en þessi 5 km hringur minn í dag gekk a.m.k. ágætlega.
Ég hefði gott af því að taka rúman klukkutíma annan hvern dag í svona hringi (með teygingum og sturtu), veit samt ekki hvort það er raunhæft.
Fögur fyrirheit eru til alls fyrst...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry