5 km: 27:30 mín.

Brottför dróst nokkuð vegna óvænts dugnaðar við niðurpökkun, en ég brölti af stað á stuttbuxunum (fyrsta sinn í sumar) um hálf-níuleytið. Hlaupið í fyrradag sat aðeins í vöðvunum (hef tekið fulllangt hlé þar á undan) þannig að tíminn kom mér skemmtilega á óvart. Veðrið var alveg frábært, örlítil gola, alveg hæfilegur hiti og léttklætt og brosmilt fólk hvert sem augað eygði.


< Fyrri færsla:
Kössun á sólardegi, handan myrkvunartjalda
Næsta færsla: >
Síðasti dagurinn í vinnunni
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry