5 km: 27:30 mín

Rólegheitalull á sjálfstýringunni fyrri hluta hringsins meðan ég velti vöngum yfir hinu og þessu, aðallega Köben. Tók mig svo á með ágætu tempói síðasta þriðjunginn. Þrekið prýðilegt, þótt kálfarnir hafi aðeins kvartað yfir endasprettinum.

Þegar heim var komið fékk ég svo þær vondu fréttir að Elli bróðir sé gugnaður á að taka þátt í 10 kílómetrunum. Ég er ekki 100% viss hvort ég fer í 7 km eða 10 - en finnst freistandi að þrjóskast í 10, jafnvel þótt ég taki það á rólegu tempói.

Kemur í ljós.


< Fyrri færsla:
Frá degi til dags við upphaf lokaspretts
Næsta færsla: >
Niðurtalning: 6 dagar eftir
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry