1 dagur eftir - vonarglæta

Púff! Mikið span og óðagot undanfarna daga. Neyddist til að sleppa maraþoninu (snökt) og er núna að leggja í klórgufueitrun við að þrífa baðkarið. Mun klára þrif á morgun og skila af mér íbúðinni - út á mánudagsmorgun.

Það er enn vonarglæta að þetta takist, með dugnaði við þrif í fyrramálið.

Búslóðin er komin í skemmu hjá Samskipum, en á eftir að borga fyrir útflutninginn (ég var 2 mín. of seinn í það á föstudaginn). Fæ Ella bróður til að bjarga því.

Engin íbúð í takinu í Köben, en ég er bjartsýnn á að redda því á nokkrum dögum. Nú ætla ég að aftengja Surt í síðasta sinn, næsta netsamband verður (vonandi) gegnum Surtlu einhversstaðar í útlandinu. Nú er að sjá hvernig mér gengur að yfirfæra pósthólfin úr Outlook yfir í Thunderbird. Surt kveð ég með tárum, hann verður þjóðnýttur á Egilsstöðum, fær nýjan harðan disk og mun vonandi þjónusta læknishjónin af sömu prýði og hann hefur þjónustað mig.

Nóg komið af snakki, baðkarið bíður og skyrtur í þvottavélinni og stóll að taka í sundur og gögn að afrita milli tölva og grillveisla eftir klukkutíma - íha!

Þökk sé þeim sem hlýddu.


< Fyrri færsla:
Púff! Fjórir dagar eftir!!!
Næsta færsla: >
Kominn til Köben!!!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry