Kominn til Köben!!!

Með drjúgum endaspretti tókst að klára (næstum) allt í gær. Um kvöldmatarleytið var ég gersamlega punkteraður, en smá lúr eftir matinn bjargaði mér alveg og mér tókst að sofa einhverja 4-5 tíma áður en ég vaknaði í flug.

Allt gekk þetta að óskum og ég er búinn að spóka mig í sól og blíðu í Köben í dag. Búinn að finna skólann og kaupa mér danskt GSM númer (á eftir að virkja það, gerist líklega á morgun). Er núna kominn til Hönnu Birnu og Jesper sem skjóta yfir mig skjólshúsi allra fyrstu næturnar, svona meðan ég er að jafna mig á tímamismuninum :)

Lofa ítarlegri skýrslu síðar, en ég er sem sé í góðum gír og glaðbeittur.


< Fyrri færsla:
1 dagur eftir - vonarglæta
Næsta færsla: >
Sestur á skólabekk/skrifborðsstól
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry