Sestur á skólabekk/skrifborðsstól
24. ágúst 2004 | 0 aths.
Jæja, þá er maður kominn í skólann. Í dag er kynningardagur þar sem farið er yfir netkerfið fyrir okkur grænjaxlana, okkur sýnt húsið og farið yfir það helsta. Nú er ég búinn að kyngja samloku dagsins og sestur við í tölvuverinu þar sem við eigum að gera nokkrar léttar æfingar, prófa að breyta lykilorðinu okkar og vonandi text mér að koma mér upp stúdentakorti áður en dagurinn er úti.
Ég er búinn að laumast til að setja upp íslenskt lyklaborð og ætla að sjá hvort það fylgir prófílnum mínum þegar ég logga mig næst inn á tölvu. Surtla litla er heima að hvíla sig.
Ég svaf alveg merkilega vel á vindsænginni í stofunni hjá Hönnu Birnu og Jesper og er glaðbeittur og prýðilega stemmdur. Ætlunin er að rótast í húsnæðismálum í kvöld með aðstoð Hönnu Birnu - vonandi fara þá línur að skýrast.
Þar til næst, kveðjur frá Køben.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry