Danir... vakna of snemma

Það er með ólíkindum hvað Danir fara snemma á stjá á morgnana. Strax um fimmleytið eru ruslabílar komnir á stjá og húsið farið að vakna til lífsins. Fyrir stúdenta sem ætla að sofa til 7:45 er ekkert gaman að vakna tveimur og hálfum tíma fyrr.

Hin hliðin á peningnum er sú að það er yfirleitt grafarþögn þegar ég fer að sofa milli 11 og 1, þannig að ég hef enga þörf fyrir að sofna með eyrnatappa (eins og ég er vanur þegar ég er "að heiman") - hins vegar kemur fyrir þegar ég vakna fyrir allar aldir að ég óski þess að ég hefði verið með þá í blöðkunum.

Óþolandi að heil þjóð skuli þurfa að sperra sig svona snemma á fætur.


< Fyrri færsla:
Helgin á handahlaupum
Næsta færsla: >
Dag(bókar)draumar og væntingar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry