Gamall brandari ásækir mig

Einhverntíman komst ég að því að meðal skýringarmöguleika sem boðið er upp á við millifærslur í netbankanum mínum er "Meðlag", síðan hefur mér þótt það obboslega fyndið - sér í lagi ef ég er að millifæra yfir á reikninga vinkvenna minna. Enda enginn sem nokkurn tíman sér þennan brandara nema ég og viðkomandi. Hélt ég...

Nú er ég að reyna að fá danskan bankareikning og meðal þess sem þeir krefja mig um er útskrift yfir síðustu færslur.

Ég var mjög ánægður þegar ég fattaði að með því að velja dönsku í netbankanum er allt yfirlitið á dönsku, þannig að ég slepp við að skrifa skýringar með þýðingum.

Nú sit ég hins vegar með útskrift þar sem með viku millibili hef ég millifært á sitthvora vinkonu mína með textanum "Børnebidrag".

Veit ekki hvort þetta vekur spørgsmål hjá bankabaunum...


< Fyrri færsla:
Danir... jórtra ekki Extra
Næsta færsla: >
Pløgg spløgg
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry