Danir... eru økológískir

Það er mun algengara í verslunum hér heldur en heima að vörur séu merktar umhverfisvænar með opinberum ríkisstimpli, eins konar stílíseruðu Ø í dönsku fánalitunum. Reyndar stendur núna yfir kynningarherferð þar sem verið er að kynna nýtt evrópskt merki sem kemur í stað þess danska. "Fordi de andre ikke kan sige Ø". Meðal þess sem sýnt er í þeirri kynningarherferð eru evrópskir bændur að reyna að segja "Økologisk rødrød med fløde."

Það er ekkert nema gott um þetta að segja, en ég verð þó að lýsa þeirri skoðun minni að ófitusprengd léttmjólk er ekki góð hugmynd - hversu økológísk sem hún nú er. Fyrsta skipti sem ég áttaði mig á því að eitthvað væri óvenjulegt við léttmjólkina var þegar ég horfði á hvítar klessur fljóta ofan á hálfgegnsærri mjólkinni. Mín fyrstu viðbrögð voru að halda að hún væri kannski skemmd, en það reyndist ekkert að bragðinu. Þegar ég las svo betur á fernuna kom hið rétta í ljós.

Síðan hef ég forðast þessa týpu eins og heitan eldinn og geng tryggilega úr skugga um að öll mjólk sem ég kaupi sé örugglega fitusprengd.

Þess má að lokum geta að yfir ritun þessara orða maula ég danska økológíska gulrót. Kjams.


< Fyrri færsla:
Móðir allra leikja
Næsta færsla: >
Lifað á danska velferðarkálfinum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry