Frumsýning gekk vel - skilst mér

Ég hef um helgina fengið nokkra tölvupósta með hamingjuóskum vegna frumsýningarinnar á "Á uppleið". Reyndar hafa tölvupóstarnir eingöngu verið frá innvígðum Hugleikurum (sem eru langt frá því hlutlausir). Því er hér með lýst eftir viðbrögðum fleiri lesenda sem skelltu sér í Kaffileikhúsið um helgina.

Öll krítík vel þegin.

Hugmyndin með einþáttunginum var aðallega að setja upp kómíska atburðarás og reyna að koma áhorfendum á óvart með framvindunni. Tókst það?

Bueller... Bueller...

Fyrir þá sem ekki kveikja á síðustu tilvitnuninni er kominn tími á að horfa aftur á Ferris Bueller's Day Off.


< Fyrri færsla:
Afkastalítill laugardagur
Næsta færsla: >
Smá lógópæling
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry