Fyrsta danska uppleggið

Á miðvikudag varð ég svo frægur að halda mitt fyrsta upplegg (oplæg) í skólanum og það á dönsku! Þessi merki atburður varð í áfanganum Interaktionsdesign þar sem ég sagði frá grein um ákveðna aðferðafræði í hönnun sem er ætlað að hjálpa hönnuðunum að brjótast út úr hefðbundnum hugmyndum og opna fyrir fagurfræðilegri nálgun.

(Já, greinin var eiginlega jafn mikil froða og þessi inngangsorð gefa til kynna).

Ég held að þetta hafi tekist þokkalega, jafnvel þótt ég hafi ekki útbúið neinar glærur eða margmiðlunarkynningu. Að minnsta kosti skildu samnemendur mínir þetta nægilega til að geta spurt spurninga (sem ég eftirlét að mestu kennaranum að svara). Undirbúningstíminn var heldur ekkert sérlega langur, hinum létt disfúnksjónal vinnuhóp mínum hafði verið úthlutað þessum texta en ekkert gert í því að samræma kynningu á honum. Ég tók því af skarið til þess að pirra kennarann ekki um of með framkvæmdaleysi okkar og rumpaði upp örkynningu á mettíma.

Og det var så det.


< Fyrri færsla:
Maður þekkir mann og annan
Næsta færsla: >
Kempuskapur með gula hanska
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry