10 staðfest dauðsföll
15. október 2004 | 0 aths.
Á miðvikudag gerðist fátt í geispustríði okkar Andreasar. Við héldum okkur að mestu frá eldhúsinu og aðeins varð vart við eina geispu um kvöldmatarleytið. Við beðmál virtist hún hafa látið lífið af náttúrulegum orsökum. Í gær fimmtudag færðist hins vegar aukinn þungi í innrásina og samkvæmt skýrslu heimavarnarstjóra létu um 10 geispur lífið.
Heimavarnarstjóri spartlaði í gærkvöldi í glufur meðfram frárennslisröri af hæðinni fyrir ofan. Ruslaskápurinn hefur verið tekinn af lista yfir helstu hættusvæði og vonir standa til að nú hægist um.
Sjálfur hef ég lítið haft mig í frammi í heimavörnum, enda lítið verið heima til varna.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry