Sumri hallar, hausta fer

Nú er útlit fyrir að sumri sé að ljúka hér í veldi bauna. Heldur var hann napur þegar hjólað var heim í gærkvöldi og sölnuð laufblöð eru farin að safnast saman á götuhornum og kantsteinum til þögulla mótmæla vegna breyttra veðurfarsaðstæðna.

Að vísu var ekki kaldara en svo um kvöldmatarleytið að ég snæddi minn kjúklinga-pítu-kebab á rölti um hverfið meðan þvotturinn minn var sápuleginn og pískaður.

Í morgun kom ég svo í fyrsta skipti í flíspeysu í skólann. Svona til öryggis.

Kuldinn veldur hjá mér nefrennsli, en önnur kvefeinkenni hafa látið á sér standa. Stefnt er að því að svo verði áfram.


< Fyrri færsla:
10 staðfest dauðsföll
Næsta færsla: >
Metviðvera á Fredagsbarnum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry