Fjölmiðlafár

Í framhaldi af færslunni minni um skrifræpu mína hef ég fengið mjög jákvæðar undirtektir hjá ritstjóra skóla(vef)blaðsins og það sem meira er, íslenskir fjölmiðlar eru farnir að slást um veflega pisla frá Köben.

Slást er kannski fulldjúpt í róðrarverkfæri tekið, en það er engin lygi að ritstjórnarfulltrúi í einum af rótgrónari ritum íslenska málsvæðisins hefur falast eftir texta frá mér um upplifanir mínar í útlandinu. Sjáum hvað setur með það.

Svo þarf ég að finna tíma til að setja fyrstu hugmyndir um jólaleikþátt fyrir Hugleik niður á rafrænt blað. Veit ekki hvenær það ætti að gerast - kemur í ljós.

Enn er hluta af íslenskum tíma mínum óráðstafað í skipulagningu helgarinnar. Áhugasamir geta haft samband um tímabókanir, ég verð staðsettur í Vesturbænum og strætófarandi.

Nú er bara spurning hvað maður á að kaupa í tollinum...


< Fyrri færsla:
Enginn póstur, engin afköst
Næsta færsla: >
Heimurinn er lítill, líka í Køben
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry