Heim og aftur heim

Ég gerði góða ferð til Íslands. Náði að gera flestallt það sem að var stefnt - nema kannski að borða fisk. Hápúnktur ferðarinnar var auðvitað Margt smátt í Borgarleikhúsinu þar sem Á uppleið hlaut einróma lof gagnrýnenda (og það er engin lýgi).

Ég nenni varla að skrifa langa upptalningu á afrekum mínum á klakanum, þá lesendur sem ég hitti hitti ég (og þeir muna vonandi eftir því) og aðra hitti ég svo ekki. Þess í stað ætla ég bara að hripa niður það sem mig rámar í og mínum kolli þykir í frásögur færandi.

Fimmtudagur:

 • Það er glettilega auðvelt að yfirgefa Köben. Ég tek strætó við endann á götunni minni og kortéri seinna er ég kominn í tékkinn á Kastrup. Vélin fór í loftið kortér fyrir tvö að staðartíma og lenti í Keflavík kortér yfir tvö að staðartíma. Það er mun flóknari aðgerð að yfirgefa Reykjavík.
 • Vilborg frænka tók þessum bláókunnuga manni með nokkurri tortryggni. Hún mun eflaust reyna að forða sér á hlaupum þegar ég birtist um jólin.

Föstudagur:

 • Kíkti í gömlu vinnuna, leit inn hjá Hugsmiðjunni (enginn sem ég þekkti nema Margeir) og rölti svo niður Laugaveginn og endaði á afmælissýningu félags íslenskra teiknara í Hafnarhúsinu. Margt flott þar.
 • Pöbb-kviss á Grand Rokk er sniðugt fyrirbæri. Skondið að hafa ekki mætt þangað fyrr en maður er fluttur úr landi.
 • Kvöldmatur á Vitabar.
 • Skondið að kinnka kolli til fólks á Reykstofunni og fylgjast með hversu langan tíma það tók fyrir það að fatta að eitthvað væri athugavert, ég ætti auðvitað að vera í útlöndum.
 • Endaði á Andarunganum á áhugaleikaraspjalli. Gaman að hitta þessa furðufugla aftur.

Laugardagur:

 • Letilíf fram eftir degi. Eldaði velling í fyrsta skipti í langan tíma. Hefði mátt heppnast betur.
 • Jón Heiðar í stinningsroki á Ægissíðunni.
 • Margt smátt.
 • Fékk dúndrandi sviðsskrekk áður en leikþátturinn minn byrjaði og langaði helst að flýja af áhorfendabekknum.
 • Gaman að sjá þetta lox á sviði, margt sem var allt öðru vísi en ég hafði séð það fyrir mér - en allt gekk þetta vel upp.
 • Silja Aðalsteins og Jón Viðar voru gagnrýnendur, þau voru óvægin við það sem þeim ekki líkaði og af þessum 11 þáttum held ég að það hafi verið 4 í hvurs garð þau voru sammála um að vera jákvæð - Á uppleið var einn þeirra(!)
 • Eftir skemmtilegt hangs og spjall í Borgarleikhúsinu átti að stefna á Kringlukrána - þar var hins vegar fullt út úr dyrum og þegar mér þótti ljóst að kvöldið væri að leysast upp í vitleysu fór ég bara heim, enda illa klæddur fyrir biðraðahangs.

Sunnudagur:

 • Þéttskipaður dagur
 • Óskar og Öddi
 • Fyrsti fótboltaleikurinn sem ég sé með mínum mönnum síðan ég yfirgaf klakann. Verðskuldaður sigur, þótt sitthvað megi rökræða um vítaspyrnudóma (og skort þar á).
 • Kvöldmatur hjá Þorfinni og Höllu. Líst vel nýju dótturina.
 • Annar í kvöldmat hjá Eddu og kennslufræðigenginu. Punkteraðist gersamlega um miðnættið.

Mánudagur:

 • Lá andvaka lengi nætur og var hálf framlágr þegar ég svo vaknaði.
 • Það er miklu flóknara að komast frá Reykjavík en frá Köben.
 • Síðasta fiskhálmstráið brást þegar fiskur dagsins á BSÍ voru fiskbollur. Fyrir vikið var allt dýrmeti ferðarinnar ferfætt.
 • Ég er samt ekki að kvarta, veislumatur alla daga.
 • Útferð tíðindalítil.
 • Merkilegt að yfirgefa vetur í Reykjavík og koma í haust í Köben. Skrítið að eiga sér svona tvær óskyldar tilverur.

< Fyrri færsla:
Heim, heim, heim
Næsta færsla: >
Back to school
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry