Vantar þig Íslending?

Það er enn ekkert fast í hendi með verkefni fyrir verkefnamánuðinn, þannig að í gær sendi ég út auglýsingu á samnemendur mína (þ.e. sem byrjuðu með mér í haust) undir áðurnefndri fyrirsögn. Ég hef því formlega falboðið mig og mína hæfileika. Hef þegar fengið þrjú svör í tölvupósti, en spurning hvort einhver býður í mig á barnum í kvöld?

Í kvöld fellur fyrsti jólasnjórinn, þ.e. í kvöld er opnunarkvöld á Tuborg jólabjórnum og því verður fagnað á fredagsbarnum.

Þar verður m.a. haldið Trivial Pursuit mót ITU og fleira til skemmtunar. Ég á þó síður von á því að setja viðverumet að þessu sinni, enda Sigmar bróðir væntanlegur eeeeldsnemma í fyrramálið í túristahelgi í Köben. Pabbi verður hér í viku á ráðstefnu og við ætlum að feðgast svolítið um borgina um helgina.


< Fyrri færsla:
Mi Casa web Casa
Næsta færsla: >
Feðgahelgi
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry