Mánudagur lítilla afreka

Heldur hefur þessi mánudagur farið fyrir lítið. Ég þvoði þó þvott fyrir hádegið og er búinn að þrengja mögulega fjögurra vikna valkosti niður í tvo. Mun funda um þá báða á morgun og vonandi fara línur þá að skýrast.

Ég hafði vonast til að fá svör frá kennara sem ég hafði sent á drög að skilaverkefni. Þau svör eru ekki komin, en ég reyni að kría hann um viðbrögð í fyrirlestri á morgun.

Hins vegar fékk ég umsögn aðstoðarkennara í forritunarkúrsinum um síðasta verkefnið mitt. Hann fékk vart vatni haldið yfir því að ég skyldi velja að leysa verkefnið eftir aðeins öðrum leiðum en forskriftin lagði til (líklega leiður á copy-paste verkefnum annarra nemenda).

Að öðru leyti hefur dagurinn farið í tölvupóststúss og lestur gagnslítilla upplýsinga á ýmsum vefjum.

Kvöldmatartími nálgast óðum, í kvöld er ætlunin að kynna pabba fyrir lókal eldamennsku hér á Amager (þ.e. Jonatans Pizza Indisk). Efast því um að mér verði mikið úr námslegu verki í kvöld.

En svona eru dagar námsmannsins - mis afkastamiklir.


< Fyrri færsla:
Feðgahelgi
Næsta færsla: >
Minns er kannski á réttum stað?
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry