Verkefniskrísu (vonandi) aflýst

Þá hefur verið tekin ákvörðun. Fjögurra vikna verkefnið mitt á þessari önn verður í tengslum við fyrirbærið "Vores Øl" (enda verður maður að halda bjórþambaraímyndinni við).

Vores Øl er listagrúppufyrirbæri sem gengur út á það að búa til Open Source bjór (!). Settar verða upp brugggræjur hér í skólanum og við í hópnum ákveðum hvers konar bjór við ætlum að brugga. Uppskriftin verður síðan gefin út undir einhverju open source license (hluti af verkefninu að velja hvert þeirra).

Artí hlutinn gengur út á að nota open source aðferðir á non-digital fyrirbæri. Minn hluti af verkefninu verður (trúlegast) að stýra smíði á vef um hinn nýja bjór, þar sem verður kynning á konseptinu, uppskriftin að bjórnum og líklega Flash leikur og einhvers konar tónlistar-pródúkt.

Svolítið óljóst og ómótað allt saman (sem þýðir að ég mun að sjálfsögðu reyna að móta á mínum forsendum :) En hópurinn er efnilegur (líklega verðum við samtals 10-12 í 3-4 hópum) og ég held að þetta verði meira "lifandi" verkefni heldur en ef ég leggðist í að forrita eitthvað dæmi í tveggja manna hópi.

Nú er það heim og spise og reyna að sýna smá dugnað í kvöld.

(Þess má geta að í æfingatíma dagsins náðum við Þjóðverjarnir aðeins að rétta okkar hlut í Battlefield 1942. Staðan versnaði reyndar við urðum svo Bandaríkjamenn gegn Japönum - þá töpuðum við, en ekki jafn hroðalega og í síðustu viku).


< Fyrri færsla:
Minns er kannski á réttum stað?
Næsta færsla: >
Birti snarlega til
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry