Birti snarlega til

Mikið agalega er nú notalegt að geta leyft sér að liggja í rúminu í 2 klukkutíma aukalega - bara af því að mann langar til þess. Auðvitað hefði ég átt að sýna meiri sjálfsaga og hafa mig fram úr þegar klukkan hringdi (fyrst) - en mikið sem þetta var dejligur morgunn.

Þegar ég var svo loks búinn að hala mig fram úr og kominn úr sturtunni ætlaði ég að svipta gardínunum frá og leyfa Eyrnakollegíinu að njóta vatnsperlanna á bringunni á mér þegar gardínustöngin með öllu tilheyrandi hrundi í fangið á mér. Ekki hægt að segja annað en við það hafi snarlega birt til í herberginu.

Fyrsta skref í framapoti mínu og athyglissýki í útlandinu hefur nú verið opinberað.

Í gær var opnuð smá sýning með hönnunartillögum okkar úr Interaktionsdesign áfanganum. Það endaði með því að ég var látinn standa fyrir máli okkar hóps og kynna hugmyndirnar fyrir rektor og interaktionsgúbba frá Danmarks Radio. Ég held að þeir hafi skilið mig í öllum aðalatriðum, a.m.k. höfðu þeir skoðanir á viðfangsefninu og okkar nálgun á það.

Undanfarið hef ég glímt við þráðlausan router sem Andreas keypti til að hleypa mér á netið. Hélt í gærkvöldi að hann hefði verið taminn, en þegar ég reyndi svo í morgun að tengja hann við alnetið fór hann í fýlu og vill hvorki tala við módemið né senda út þráðlaust. Pirr.


< Fyrri færsla:
Verkefniskrísu (vonandi) aflýst
Næsta færsla: >
Skólaframtíðarpælingar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry