Skólaframtíðarpælingar

Í dag birtist listinn yfir kúrsana sem kenndir verða á næstu önn. Ég er búinn að vera að grúska aðeins í kúrsalýsingum og sé fram á skemmtilega flóknar ákvarðanir.

Hér mun ég að öllum líkindum taka 9 kúrsa alls (þeim getur fækkað ef ég tek stór verkefni í stað þeirra) - og er þegar í 3 af þessum 9. Ég þarf að velja saman kúrsana þannig að þeir séu á ólíkum fagsviðum (sem verður ekki vandamál) og þannig að hæfilegt hlutfall þeirra sé framhaldskúrsar (sem verður vandamál).

Stærsti höfuðverkurinn er í raun hvort ég á að skapa mér prófíl sem nýtist þráðbeint í trúverðugt framtíðarstarf (eitthvað veftengt, líklega með áherslu á verkefnastjórnun) eða bara taka spennandi kúrsa óháð því hvort það er raunhæft að þeir nýtist mér í vinnu heima á klaka (hér er ég helst að horfa til tölvuleikjakúrsanna).

Hingað til hef ég yfirleitt unnið við eitthvað annað en ég hef stúderað (kannski með undantekningu í kennslunni), þannig að í sjálfu sér hef ég ekki áhyggjur af því. Hins vegar var pælingin með því að taka master í IT að undirbyggja það sem ég þegar kann og gæti nýst mér í framtíðinni.

Gallinn er bara sá að ég held að verkefnastjórnunarkúrsarnir séu óttalega þurrir og leiðinlegir (þótt þeir séu eflaust praktískir). Ég hef meiri áhuga á kúrsum eins og "Basic Graphic Design", "Computer Game Design", "Game programming" og svo tek ég örugglega "Usability".

Þótt ég vilji ekki mála mig út í horn með því að stúdera of mikla forritun held ég að "Game programming" gæti verið súpersvalt:

The focus will be on programming using software development kits (SDKs), 3D engines and scripting engines.

The course topics are:
1. Introduction to simulations (Gravitation, collision, etc.)
2. Basic of 3D engines (what can they do for you)
3. Scripting languages and engines (the use of high level gaming languages)
4. Data structures and algorithms for games (ex. Binary space partition trees, path planning)
5. A crash introduction to multimedia programming (computer graphics and sound)

(Held a.m.k. að litli bróðir í Álaborg myndi slefa yfir þessum fræðum.)

Spennandi pælingar framundan.

Annars er "vores øl" verkefnið að skýrast. Það hefur verið gantast með það að það stefni í að ég taki að mér hlutverk "diktator(o)" með tvo ritara mér til aðstoðar. Við erum sem sé þrjú í hóp sem ætlar að taka að sér að hafa yfirumsjón með vefrænni framsetningu verkefnisins (og eflaust verkstjórn þess að einhverju leyti).

Á fredagsbarnum í kvöld ætla ég að reyna að viðtala tvær bekkjarsystur mínar um uppáhaldsleik þeirra; Heroes of Might and Magic - en núna ætti ég að vera að leggja drög að ritgerð með samanburði á HMM og Championship Manager sem verður prófverkefnið mitt í tölvuleikjateoríu og ég þarf að skila fyrir næsta föstudag.

Þaðan verður svo haldið (eflaust léttslompaður) í bæinn að borða nautasteik með pabba. Það er erfitt líf - stúdentalífið!


< Fyrri færsla:
Birti snarlega til
Næsta færsla: >
Vilborg eins árs
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry