Sextán þrír?

Á föstudagsbarnum í gærkvöldi var ég spurður af glottandi samnemanda mínum hvort tölurnar sextán þrír hefðu einhverja merkingu fyrir mig.

Ég svaraði sem satt er að nei, þær þýddu ekkert sérstakt mér vitanlega, en ef hann myndi spyrja um fjórtán tvö - þá vissi ég hvað hann ætti við.

Nærliggjandi baunar (í óeiginlegri merkingu, þetta var snemma kvölds og allir tolldu enn í sætum sínum) höfðu af því áhyggjur að mér þætti óþægilegt að ræða þetta. Þvert á móti sagðist ég mjög stoltur af því að við hefðum þó skorað tvö mörk!

Að öðru leyti var þetta tíðindalítill fredagsbar og fámennur, enda flestir nemendur líklega búnir að lofa sjálfum sér að vera duglegir að vinna í verkefnunum sínum yfir helgina. Rúmlega níu voru því álíka margir gestir utan við barborðið og fyrir innan.

Á leiðinni heim tók ég eftir Galloper jeppa í umferðinni. Ég þori ekki að fullyrða að þetta sé fyrsti jeppinn sem ég sé hérna á Amager, en gott ef ekki...


< Fyrri færsla:
Að vera í sambandi...
Næsta færsla: >
Jólakortið 2004
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry