Danskur kansellístíll lifir enn góðu lífi.

Ég sit við skrif/matarborðið mitt um miðnætti á föstudagskvöldi og er að brasa við að skrifa texta sem útskýrir hvers vegna það er allt í lagi að guaranabætti bjórinn okkar fari yfir hámarksmagn koffíns samkvæmt dönskum lögum og reglum.

Til grundvallar er svar dönsku ríkisstjórnarinnar til eftirlitsstofnunar ESB með rökstuðningi fyrir því að banna innflutning á Red Bull orkudrykknum til Danmerkur. Þar er meðal annars að finna eftirfarandi setningu:

På den beskrevne baggrund agter regeringen at besvare Kommissionens åbningsskrivelse ved at fastholde forbuddet mod markedsføringen af Red Bull, idet man henleder Kommissionens opmærksomhed på, at forbuddet mod markedsføring af Red Bull er i fuld overensstemmelse med de danske bestemmelser på området, og at disse regler anses for at være i overensstemmelse med EF retten, således som den kommer til udtryk i den foreliggende retspraksis, at regeringen af hensyn til opretholdelsen af det ønskede høje beskyttelsesniveau ikke har til hensigt at ændre på disse regler, før der foreligger resultater fra den internationale videnskab, som skaber et sikkert grundlag for at gennemføre ændringerne, at mærkning ikke kan sætte forbrugeren i stand til at foretage valg af fødevarer med tilsatte næringsstoffer, som giver et tilsvarende eller tilstrækkeligt beskyttelsesniveau.

Já, ég sagði setningu! Þetta er ein **** setning (innsetjið blótsyrði eftir smekk).

Dönsku reglurnar eru annars merkilegar, því koffíninnihald í "læskedrik" má ekki fara yfir 150 mg á lítra. Til samanburðar eru 80 til 150 mg af koffíni í einum kaffibolla. Í bjórnum okkar verða um 60 mg í flöskunni sem þýðir 180 mg í lítra ef mér hefur ekki farið hraplega aftur í hugarreikningi. Ég er ekki með koffíninnihaldið í t.d. Magic á takteinum, en öfgakenndasta dæmið sem ég hef fundið á netinu er kanadískur orkudrykkur með 260 mg í dósinni.

Og hvaða lögfræðiklækjum ætla ég svo að beita? Það er einfalt: "It's all about PR baby!"

Ég geri löggjafanum upp skoðanir og dreg svo athyglina að því hvað allir hinir séu miklu verri en við. Køkubiti.


< Fyrri færsla:
Jólasnigl og málafærnihnekkir
Næsta færsla: >
Sniðugt þetta internet...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry