Sniðugt þetta internet...

Fyrst maður er byrjaður að puðra út tenglum á áhugavert efni er engin ástæða til að láta staðar numið. Hér er ýmislegt smálegt sem mér finnst áhugavert:

Wired diskurinn
Diskur sem fylgdi með Wired tímaritinu með 16 lögum gefnum út með Creative Commons leyfi, frjálst að niðurhala, sampla og leika sér með (næstum) að vild. Meðal flytjenda eru Beasty Boys, David Byrne og Danger Mouse. Á MP3 formi.
Gráa myndbandið (22 MB)
Þetta skilst mér að sé sköpunarverk nafnlaus listamanns innblásinn af Gráa albúmi Danger Mouse. Snilldarmyndband.
DR Barometer
Ég hef minnst á þetta áður, en ég er að fíla þessa netútvarpsstöð í tætlur. Mæli kannski ekki með þessu fyrir þá sem þurfa að borga fyrir niðurhal frá útlöndum, en ef það er í lagi að opna fyrir netpípu í vinnnunni er hægt að gera margt verra en að hlusta á þetta. Á hálftíma fresti kemur rödd sem minnir mann á hvaða stöð maður er að hlusta, að öðru leyti krefst þetta engrar dönskukunnáttu :) Ef eitthvað er meira af íslenskri tónlist en danskri! (Sjá playlista á Barometer síðunni.)
Wikipedia
Þetta er reyndar eitthvað sem ég hef þekkt lengi, en hefur komið að ómetanlegu gagni í verkefnavinnunni við að grafa upp upplýsingar um allt sem viðkemur open source. Ókeypis alfræðiorðabók, ef þú tekur eftir villum í henni er bara að leiðrétta þær - eða bæta við. Öllum opið.

Það er svo margt sniðugt...


< Fyrri færsla:
Danskur kansellístíll lifir enn góðu lífi.
Næsta færsla: >
Stúdentsræfill í Hafnarpóstinum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry