Afkastafall af póstþjónsvöldum

Nú höfum við setið dugleg hvert í sínu horni í hópnum og tölvupóstar þeyst á milli. Svo skömmu fyrir kvöldmatarleytið sendi ég frá mér tvo stutta kafla og með það sama hættu stelpurnar greinilega og fóru í mat. Síðan heyrði ég ekkert frá þeim og var farinn að óttast að þær hefðu endanlega gefist upp á að reyna að skilja dönskuhraflið sem ég böggla saman.

Mér leið eins og illa gerðum hlut og vissi varla hvað ég ætti af mér að gera. Nennti ekki að sitja meira við tölvuna, en hafði eiginlega engum verkefnum að sinna sem ekki tengdust henni.

Göngutúr um hverfið og sjónvarpsgláp urðu ofan á.

Svo rúmlega hálf ellefu spurði Christina mig hvort ég hefði ekki fengið frá henni póst. Þá kom í ljós að ég hafði ekki enn fengið póst sem hún sendi tveimur tímum áður, en hún sagðist hafa fengið frá mér póst kl. 20:04 og aftur um kl. 22.

Sent boxið mitt sagði mér hins vegar að ég hefði sent henni tvo síðustu póstana mína 18:39 og 18:57.

Af þessu dreg ég þá ályktun að póstþjónn ITU sé lagstur á hliðina.

En það þýðir víst ekki að fást um það. Við verðum bara þeim mun duglegri á morgun. Held við séum í nokkuð góðum málum.


< Fyrri færsla:
Having a bad day?
Næsta færsla: >
Allt á fullu
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry