Projektet afleveret!

Rétt fyrir klukkan tvö afhentum við formlega þrjú eintök af skýrslunni okkar með viðlímdum geisladiskum. Mér tókst að vísu að gleyma einum disknum heima og hjólaði því í snarhasti heim á svörtu kvenreiðhjóli með bleikri farangurskörfu og ónýtri handbremsu.

Eftir klukkutíma lýkur skilafresti og föstudagsbarinn opnar. Gestabarþjónar kvöldsins eru starfsmenn námsskrifstofunnar.

Sumir af þeim sem hafa vakað hér alla nóttina eru framlágir með þung augnlok. Aðrir eru glaðbeittir og eldhressir.

Sjálfur tók ég morguninn í smá spásseringu um Strikið í heldur antijólastemmningslegu veðri, roki og rigningu (sem reyndar stytti upp þegar dró nær hádegi). Græjaði jólaskyrtu og nokkrar jólagjafir.

En nú er það bara smá afslöppun. Á morgun ætla ég að klára jólainnkaupin og reyna að hitta Sigmar þegar hann millilendir hér seinnipartinn. Á sunnudag er svo planið að pakka, þrífa aðeins og skjótast svo heim á klaka.


< Fyrri færsla:
Smá grafíkgrobb
Næsta færsla: >
Danir... eiga hunda sem skíta
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry