Kominn til DK

Fimm tíma seinkun á fluginu út, sem betur fer komst ég að því á BSÍ og forðaði mér aftur á Falconstrasse. Ég græddi því nokkra tíma aukalega í lestur (þótt það hafi kostað tvær auka leigubílsferðir) (sem hvor um sig kostaði þó minna en bjór á Thorvaldsen). Kominn heim á herbergi um miðnætti að staðartíma.

Oddný vinkona mín kom sterk inn á lokasprettinum og græjaði mögulegan leigjanda sem á kortéri var breytt í skjalfestan verðandi leigjanda. Allt undirritað, klappað og klárt og þungu fargi af mér létt.

Sit nú við útprentun og PostIt álímingar fyrir forritunarprófið. Keypti Jagúar diskinn í fríhöfninni og er með hann í eyrunum. Til að hlífa nágrönnum mínum á lesstofunni við hvininum í geisladrifinu dreif ég í að rippa hann. Merkilegt að kaupa sér disk sem maður á fyrst eftir að hlusta á sem slíkan eftir eitt og hálft ár eða svo...

Bráðskemmtilegur diskur og söngur Samma kemur töluvert á óvart. Ég er hér með orðinn fönkí djönkí, a.m.k. tímabundið.

En ég er ekki að skrifa á vefinn, ég er að læra!


< Fyrri færsla:
Útgáfu ársskýrslu frestað
Næsta færsla: >
Fyrsta prófið í sjónmáli
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry