Fyrsta prófið í sjónmáli
06. janúar 2005 | 0 aths.
Í gærmorgun var spjalltími í Interaktionsdesign þar sem hugmyndir mínar um það hvernig ég ætla að taka á því prófi fóru aðeins að mótast. Eftir hádegið tók ég svo smá skorpu í PHP prófinu frá því í fyrra vor og það gekk í raun prýðisvel.
Miðað við þau svör sem voru gefin með prófinu er ég með efnið nokkuð vel á hreinu, smá klikk á einstaka stað en í a.m.k. einni spurningunni var það orðalagið sem sló mig út af laginu.
Fyrir vikið var ég afslappaður í gærkvöldi og í morgun, en vann mig í rólegheitum í gegnum annað gamalt próf og þó ég hafi ekki svör þar held ég að það hafi líka gengið vel. Ég held að ég þurfi að klúðra einhverju stórvægilega til að fara undir 8 (á tíuskala) en á heldur ekki von á að komast yfir 9. Spurning um dagsformið.
Nú er ég búinn að græja mig upp með súkkulaði, gosi og smyr mér samloku í fyrramálið þannig að ég ætti að vera til í tuskið.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry