Stormfælan ég...

Nú er allt á öðrum endanum hér í Danmörku, risalægð er rétt norður af landinu og samkvæmt kortum veðurfræðingsins er 35-40 m/sek vindhraði um allt land. Vestanlands er allt í liggjandi og/eða fjúkandi trjám, flæðir inn á land á hafnarsvæðum, allar samgöngur liggja niðri og lögreglan hefur lýst því yfir að fólk um allt land eigi að halda sig inni.

Þrír eru látnir á Fjóni, einn þegar tré féll á bíl hans og tveir urðu fyrir þaki sem fauk í heilu lagi.

Danir kalla þetta "orkan", sem verður líklega snarað sem fellibyl.

Hér í kringum mig er allt hins vegar með rólegasta móti. Ég hefði ekki vitað af þessu ef TótiL hefði ekki hnippt í mig á MSN. Fyrir utan gluggan er vissulega hvasst, en ekkert sem ég upplifi sem alvöru storm.

Samkvæmt sjónvarpinu er gert ráð fyrir að stormurinn nái hámarki hér í höfuðborginni á næstu tveimur tímum eða svo.

Rétt í þessu var verið að vara við því í sjónvarpinu að þak er að fjúka af húsi við götu sem ég ekki kveiki á. Það er aðallega af ótta við þaksteina og lausabrak sem fólki er uppálagt að halda sig innan dyra.

Ég er lítt stressaður yfir þessu, en ætla þó að fara að fyrirmælum og láta það eiga sig að skjótast í matvörubúð og/eða kaupa mér eitthvað tilbúið. Það verður því soðið pasta á þessu heimili í kvöld.

Nú kemur í ljós hvort ég er sama stormfæla og um jólin þegar jólastormurinn gleymdi alveg að blása á Egilsstöðum, spurning hvort þessi stormur gleymir Eyrnasundskollegíhverfinu.

Ætli það sé samt ekki gábbulegt að kveikja á kerti ef rafmagnstruflanirnar sem herja á Suður-Sjáland skyldu breiðast hingað í kjarna borgarinnar...


< Fyrri færsla:
Fyrsta próf overstået
Næsta færsla: >
Vel á vondan
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry