Vel á vondan

Ég þekki sjálfan mig greinilega of vel. Eftir prófið í gær fór eins og mig grunti að ég hef lítið sem ekkert lesið í dag.

Mestur tími fór í að reyna að böðlast í gegnum ógurlega langdreginn texta eftir höfund sem rembist svo við að skreyta textann með orðaleikjum og döprum tilraunum til fyndni að það sem hún er að reyna að segja hverfur gersamlega í orðskrúðinu.

Hljómar eins og dagbókin mín, ekki satt?

Annars er stormurinn að ganga niður, mannfall komið í fjóra og Andreas varð veðurtepptur á Kastrup og kemst ekki af stað til Tælands fyrr en á morgun.

Stóla á dugnað hjá sjálfum mér á morgun. Held að það eigi alveg að duga til.


< Fyrri færsla:
Stormfælan ég...
Næsta færsla: >
Þegar nördar mótmæla
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry