Meðaleinkunn sem aldrei fyrr

Tölvuleikjateorían gekk vonum framar. Prófdómararnir voru mjög sáttir við mína framlögn og mínar pælingar. Niðurstaðan: 11! (Sem jafngildir ca. 9,5 í íslenska kerfinu og er næst-hæsta einkunn sem er gefin í 13 kerfinu.)

Ég fékk að vita að ég væri stigahæstur í dag, í lok fyrsta prófdags af þremur!

Nú er bara að ná sér niður á jörðina aftur, mjög montinn af þessu akkúrat núna. Meðaleinkunnin mín liggur því í 10,5 - og því hef ég aldrei náð áður :)


< Fyrri færsla:
Fróðlegur fyrirlestur og skemmtileg tilvitnun
Næsta færsla: >
Nokkur Firefox trix
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry