Rekinn!

Til að þessar tvær vikur að næsta prófi fari ekki bara í leti, ólifnað og annan munað, hef ég ákveðið að líta svo á að þessa daga sé ég í vinnu hjá sjálfum mér. Stimpla mig inn á morgnana og reyni að saxa á verkefnum sem hafa setið of lengi á hakanum.

Fyrsti vinnudagur er í dag og sem eigin yfirmaður má ég ekki sýna linkind eða mismuna starfsmönnum. Óstundvísi er að sjálfsögðu ekki liðin og því neyddist ég til að segja sjálfum mér upp fyrir að mæta of seint á fyrsta degi!

Þannig að nú er ég búinn að reka sjálfan mig og kominn aftur á byrjunarreit...


< Fyrri færsla:
Nokkur Firefox trix
Næsta færsla: >
Endurráðning
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry