Endurráðning

Eftir milligöngu FÍN, ASÍ og BSÍ hefur náðst sátt í deilu minni við sjálfan mig og ég hef verið endurráðinn. Hið nýja samkomulag gerir ráð fyrir að hægt sé að vinna upp síðbúna mætingu með ógreiddri yfirvinnu.

Deiluaðilar eru þokkalega sáttir við þessa niðurstöðu og í gærkvöldi var tekin drjúg rispa í að búa til sniðmát fyrir nýjan vef.

Eftir er að vefa ca. 4 týpur til viðbótar og fínpússa CSS. Þá verður næst farið í að skrifa þá gagnagrunnsvirkni sem ætlunin er að bæta við og lox að forrita meira eða minna alla umsýslu- og birtingarvirkni aftur frá grunni.

Áætluð verklok haust 2005.


< Fyrri færsla:
Rekinn!
Næsta færsla: >
Hvít lygi, lygi, haugalygi og tölfræði
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry