Nú er fokið í flest skjól...

Það eru uppi skiptar skoðanir um það hvort gráta skuli eða hlæja, en hér með birtist frumraun mín sem upptökustjóra eða remixara. Já, manninum er ekkert heilagt, nú er hann farinn að klæmast í tónlist líka.

Þetta fyrsta tóndæmi er kannski ekki ýkja merkilegt en þó, heilar 36 sekúndur af bassa og ryþma er ekki afleitt eftir að hafa fiktað í tæpa þrjá tíma við forritið.

Grunnhljóðin eru fengin úr Vores lydbasaar hluta Vores Øl vefsins.

Hjartað í þessu tóndæmi er auðvitað bassalínan sem ég hef ekkert breytt. Það sem hljómar kannski eins og trommusláttur með burstum er hvissið af bjórflösku sem er opnuð og klapp-takturinn eru fingrasmellir með "chorus-effect".

Loftbóluhljóðin voru tekin upp meðan á gerjuninni stóð, svona hljómar open source bruggun!

Hér er dýrðin: Taktfesti Tóró (mp3 - 570 KB)

Skemmtilegt að fikta aðeins í þessu. Forritið sem ég nota (Kristal) er ókeypis fyrir einkanot og jafnvel þurs eins og ég get komist í gegnum leiðbeiningarnar.

(Takist mér einhverntíman að gera úr þessu lag verður það að sjálfsögðu gert aðgengilegt undir Creative Commons leyfi.)

Njótið heil.


< Fyrri færsla:
Hvít lygi, lygi, haugalygi og tölfræði
Næsta færsla: >
Meira graðhesta... sull
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry