Meira graðhesta... sull
20. janúar 2005 | 0 aths.
Ég stóðst auðvitað ekki mátið að grúska aðeins meira í tónlistartilþrifum mínum. Í dag héldum við smá undirbúningsfund fyrir lokaprófið okkar, ég, Christina og Mette á kaffihúsi í Fredriksberg - og þegar ég kom heim um kaffileytið fór ég strax að fikta í Kristalnum.
Nú er ég orðinn nokkuð sáttur við afraksturinn, búinn að lengja laglínuna upp í 1:33, á köflum tvöfalda bassalínuna, bæta við meira bobli og píanó og brassi.
Mér finnst þetta svolítið blúsaður taktur þannig að lagið hefur hlotið vinnsluheitið "Spilled beer" (eða bjórsull). Án frekari orðalenginga er gripurinn hér:
Spilled Beer (mp3 - 1,4 MB)
Hvar skráir maður sig í félag tónskálda? Til að fá STEF-gjöld og svoleiðis...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry