Beðist velvirðingar á póstveseni

Hafi einhverjir lesendur reynt að senda mér póst síðustu 2-3 daga án þess að fá svör (líklega frá þriðjudegi) þá er það ekki vegna þess að ég vilji ekki svara, heldur af tæknilegum orsökum.

Pósthólfið mitt var orðið fullt, en í stað þess að senda tilkynningar um það virðast póstarnir hafa gufað upp.

Í þessum rituðum orðum eru reyndar að detta inn nokkrir póstar frá þessu tímabili, þannig að kannski bjargast þetta - en ég biðst fyrirfram velvirðingar á töfum á svörum.

Annars allt gott að frétta, ligg enn í rúminu (með tölvuna í fanginu) vel eftir hádegi og horfi á sólina fyrir utan gluggann. Áðan var ég búinn að ákveða að skella mér út, þegar brast á með þessu líka svaðalega hagléli þannig að ég skreið undir sæng aftur.

Áform dagsins eru fá, en eftirfarandi tilvitnun í tölvupóst sem sendur var á alla nemendur fyrr í vikunni segir sína sögu...

Det er en kold, trist tid med eksamener og dårligt vejr...
Og selvom eksamen er den flittige studerendes fest, så tror vi, at du har brug for noget varme og hygge i vores bar.
Derfor holder vi åbent på fredag, hvor vi vil hygge med nye ølmærker (ca. 15), nye typer sprut/drinks og alle de sædvanlige goder – ikke mindst hyggelige, inspirerende samtaler med dine medstuderende i et afslappet miljø.
Vi åbner senest ved 3-tiden – vi glæder os til at se jer.
Og på fredag vil der også være knus til alle, som har brug for det - gruppeknus dog kun efter aftale!
/Scrollbar

(Já barinn heitir Scrollbar! Það er samt ekki versta nafnaklisja skólans, mötuneytið heitir t.d. EatIT.)

En nú fer ég á fætur og rölti út í sólina og kaupi bjór matvörur.


< Fyrri færsla:
Meira graðhesta... sull
Næsta færsla: >
Föstudagsævintýri - fyrri hluti
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry