Auglýsing á netinu skilar strax árangri

Seinnipartinn í dag fékk ég símtal sem sló mig skemmtilega út af laginu. Það var skólasystir mín úr MA að herma upp á mig tilboð í næstsíðustu færslu um kynnisferðir um Köben, hún væri stödd hér á Eyrnasundskollegíinu og nennti ekki að lesa undir próf og hefði í leiðindum sínum haft samband við mig. Þar sem ég hafði ekki haft hugmynd um að hún væri í námi í Köben var ég fyrst ekki viss hvort ég væri að misskilja hver þetta væri...

Það kom samt í ljós að ég var að tala við rétta manneskju (ef svo má að orði komast) og hún bara í nokkurra daga námsferð. Við ákváðum að tylla okkur á kaffihús hérna í nágrenninu og sötruðum þar úr sitthvorum bollanum.

Nú er þetta í fyrsta sinn sem ég sest inn á danskt kaffihús á sunnudagskvöldi, en það kom mér á óvart að þarna var varla kjaftur og að húsinu var lokað klukkan hálf-tíu.

En þetta bjargaði alveg kvöldinu sem annars hefði eflaust bara farið í sjónvarpsgláp og annan ósóma.

Næsti...


< Fyrri færsla:
Föstudagsævintýri - seinni hluti
Næsta færsla: >
Árstíðarflökt
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry