Árstíðarflökt

Það er vel þekkt í náttúrunni að til dæmis hlýindi að vetrarlagi geta valdið því að gróður grænkar of snemma og aðrar ótímabærar hörmungar dynja yfir. Á sama hátt og hlýindin rugla erfðavísa blaðgrænunga er yfirstandandi annafall að rugla líkamsklukkuna mína all hressilega.

Undanfarið hef ég upplifað mitt innbyggða dvalaeðli óskaplega sterkt, svo sterkt að ég held að skrokkurinn haldi að ég sé aftur kominn í jólafrí. Í morgun lá ég til dæmis í tvo tíma eftir að vekjaraklukkan vakti mig og dormaði án þess að hafa mig undan sænginni.

Það er auðvitað part af programmet að taka nokkra daga í leti eftir próf, en nú er komin heil vika og það er ekki alveg að gera sig.

Fyrir vikið er ég lítið sem ekkert búinn að saxa á þau verkefni sem ég ætlaði að klára í síðustu viku til þess að eiga þessa viku fría. Ekki svo að skilja að ég sé að safna glóðum elds að höfði mér, en ég sé t.d. ekki fram á að geta heimsótt Þórarinn Alvar og Guðrúnu uppi í Svíþjóð eins og kannski stóð til að gera.

Ég verð bara þeim mun duglegri þegar brestur á með dugnaðinum. Það er eins með dugnaðinn og vorið, hann kemur að lokum.

Vona ég.

...ég sofi of mikið og vinni ekki hót...

< Fyrri færsla:
Auglýsing á netinu skilar strax árangri
Næsta færsla: >
Ráðherra í umferðinni
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry