Hráefni til innblástrar
26. janúar 2005 | 0 aths.
Meðfylgjandi er tengill á 45 mínútna kvikmynd/hugvekju um innblástur, sköpun og hönnun. Fyrir þá sem hafa áhuga á efninu er vel þess virði að horfa á þessi þrjú kortér yfir góðum te/kaffi/kakó-bolla.
Myndin heitir Pollinate Chain Reation 2004 (Quick Time).
Tengil á myndina fann ég hjá Jason Santa Maria sem er hönnuður/vefgrúskari sem líka er vel þess virði að heimsækja (og þarf ekki endilega 45 mín. í þá heimsókn).
Ég kíkti líka á vef Belief (sem gerðu myndina) og þar sá ég meðal annars kynningu á höfuðstöðvum þeirra (Visit the Space).
Þegar ég kem aftur heim og stofna ógisslega töff fyrirtæki sem vinnur í IT-eitthvað (upplýsingatækni-eitthvað) þá ætla ég að búa til svona skrifstofu. Taka Gæðamiðlunarstemmninguna á enn hærra plan.
Tekið er á móti atvinnuumsóknum og tillögum að verkssviði fyrirtækisins á netfangið thorarinn(hjá]thorarinn.com merkt "draumadjobbið".
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry