Yfirvofandi flóð Linux nörda

Ég var að fá pdf síðu úr nýjasta hefti Linux Magazine með klausu um Open Source bjórinn okkar. Síðan er úr mars útgáfunni og ef hún er komin út þá er hún a.m.k. ekki komin á vefinn þeirra.

Af höfundarréttarlegum ástæðum þori ég ekki að birta pdf skjalið hér, en við erum við hliðina á sjálfum Bill Gates (sögum af óförum hans þegar Windows fraus í miðri kynningu). Þeir hafa meira að segja haft fyrir því að fótósjoppa nýja útgáfu af Vores Øl bjórflösku - ég er viss um að þessi mynd kemur ekki af vefnum okkar.

Ég get þó vitnað aðeins í klausuna þar sem þeir sýna skemmtilega kaldhæðni með vel þekktum hugbúnaðarfrösum:

Vores Øl is also probably the only beer that has a version number. According to the vendor, Version 1.0, which is the current release, offers new features such as “a deep golden red color” and “an original but familiar taste.”

Það stefnir því allt í að umferð um voresoel.dk aukist enn (var í um 60 þúsund heimsóknum síðast þegar ég gáði). Verst að #@%* hópurinn sem ætlaði að sjá um að setja upp spjall-forum á vefnum klikkaði á því og því er vefurinn svolítið eins og vanfættur hundur (hugtak sem eftirlifendur úr Mekkanóævintýrinu muna kannski eftir). (Þar var reyndar talað um þrífættan hund, en ég á erfitt með að meta hversu stórt hlutfall af hundi spjallskorturinn er.)

Með spjallsvæði hefðu gestir færi á að skilja eftir athugasemdir og sjá lífsmark með vefnum, en...

Og venju samkvæmt stenst ég ekki að vitna í sjálfan mig í þessu Linux samhengi:

[...] We think that our open source beer is a nice twist on this quote, and we think it is interesting to see if our beer grows stronger in out in the free and perhaps one day becomes the Linux of beers. Who knows?

< Fyrri færsla:
Ráðherra í umferðinni
Næsta færsla: >
Hráefni til innblástrar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry