Et tu, U2!

Nú er búið að staðfesta að U2 heldur tónleika í Parken hér í Köben 31. júlí. Það gæti ekki verið á verri tímapunkti fyrir mig, þannig að mér sýnist ljóst að ég komist ekki á tónleika með þeim á þessu ári. Ég geri ráð fyrir að klára prófin í lok júní og geta unnið heima í júlí og ágúst. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að tónleikarnir hér yrðu kannski í lok júní, sem hefði hentað mér mjög vel - en þetta er afleit tímasetning fyrir mig.

Nánari tímasetningar er að finna á U2 vefnum: U2 Take 'Vertigo' On The Road

Hvað verður haldið af tónleikum heima í sumar? Komu kannski allir í fyrra?


< Fyrri færsla:
Hráefni til innblástrar
Næsta færsla: >
Íslenskur tölvuleikjafyrirlestur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry