Nýjar myndir af Vilborgu

Í harðvítugri keppni okkar systkinanna um titilinn "uppáhaldsföðursystkini Vilborgar" hefur Sigmar bróðir nú komið með óvænt útspil og birt exclusive myndaseríu á vefnum sínum. Sem opinberum vefstjóra þykir mér að mér vegið og kynni því til sögunnar nýja myndasyrpu af Vilborgu stórfrænku.

Þetta eru myndir sem teknar eru á gamlársdag og nýársdagsmorgun.

Í áðurnefndri keppni er það reyndar pabbi Vilborgar sem sigar okkur systkinum sínum hvert upp á móti öðru. Daman virðist láta sér fátt um finnast.

Sem stendur hefur Margrét systir yfirhöndina, einkum vegna nálægðar (sú eina af okkur sem er á landinu) og faglegrar reynslu sem pössupía. Hún er nefnilega bæði með barnapíuskírteini frá Rauðakrossinum og starfsreynslu af leikskóla.

Eflaust heldur Margrét því fram að hún sé líka að kenna Vilborgu að vera sæt, en mér sýnist sú stutta vera nokkuð fullnuma í þeim fræðum.

Við bræður hennar erum þess fullvissir að þegar við komum aftur á klakann og förum að raka inn peningum í IT bransanum muni okkur takast að yfirbjóða Margréti í glingri og kaupa okkur verðskuldaðar vinsældir.

Ég er til dæmis búinn að koma auga á ansi flott rafmagnstrommusett...


< Fyrri færsla:
Danskur kosningaáróður
Næsta færsla: >
Sér fyrir endan á endasprettinum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry