Meðaleinkunn: 10!
02. febrúar 2005 | 0 aths.
Nú var að detta inn einkunn úr síðasta prófinu mínu, sem var reyndar fyrsta prófið sem ég tók; PHP kúrsinn. Ég hafði vonast til að fá góða einkunn þar og 11 er ég mjög sáttur við.
Í augnablikinu er ég því með skráða meðaleinkunn 10,67 í áfangayfirlitinu (verkefniseinkunnin ekki komin inn ennþá). En ég er sem sé með 10,00 í meðaleinkunn eftir fyrstu önnina og held ég hljóti að mega vera soldið montinn yfir því.
Verkefniskennarinn sendi okkur svar í morgun og varði þeirra efnistök í prófinu. Hann sendi reyndar ekki rökstuðning þeirra fyrir einkunninni - þurfum líklega að ganga á eftir því að fá hann.
Fyrsti tíminn í verkefnastjórnun í morgun, lofar góðu - en verður trúlega töluvert mikið að gera. Ég er að öllum líkindum þegar kominn í verkefnishóp sem gengur undir nafninu Amagerpigerne, ég er að huxa um að fara fram á nafnabreytingu á fyrsta fundi. Amagertøserne væri miklu flottara nafn.
(Litla orðabókin mín þýðir tøs sem "stelpa, stelpukind")
Svo er ég að fara í fyrsta tímann í grafískri hönnun í kvöld (17-21!)
Líffræðileg flokkun kennslubóka; rándýr.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry