Það hlaut að koma að því

Eftir að hafa opinberað fyrir alþjóð króníska talnafælni mína og kvíðaköst henni fylgjandi í matarpöntunum í grein í skólablaði ITU, kom lox að því í gærkvöldi að tyrkneskir vinir mínir á Pizza Latini misheyrðu hjá mér pöntun.

Mér til mikillar undrunar var það ekki einhver af "oddatölutugunum" sem varð mér að falli, heldur framburðurinn á hundraðogtveimur. Einhvern vegin tókst þeim sem tók pöntunina að heyrast ég vera að panta núlltvö, ekki hundraðogtvö. Fyrir vikið voru þeir langt komnir með að steikja hummus (eða einhvern fjandann) þegar misskilningurinn kom í ljós.

Allt leystist þó og ég tölti heim með samloku nr. 102.

Fréttaskýrendur telja ekki að þetta atvik muni hafa teljandi áhrif á matarvenjur ritstjórnar thorarinn.com, flestir virðast á því að þetta hafi verið einangrað tilvik og verði ekki til þess að ritstjórn hætti að borða mat frá skyndibitastöðum - hvað þá hætti að borða mat yfirhöfuð.

Þetta er fréttastofa thorarinn.com, sem talar frá Danmörku, með innihaldslausar fréttir af dægurlífi stjarnanna.


< Fyrri færsla:
Meðaleinkunn: 10!
Næsta færsla: >
Hárið
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry